Í kennslustofuna
Educam gerir þér kleift að virkja allar tölvur, snjallsíma og spjaldtölvur í kennslustofunni og koma námsefninu til allra nemanda samstundis á einfaldan og öruggan hátt. Notendur geta skoðað, tekið myndir og deilt lifandi myndum úr skjalamyndavélinni eða stafrænni smásjá. Educam forritið vinnur eingöngu með Ken-A-Vision stafrænum vörum.
Ken-A-Vision nýtur aðstoðar náttúrufræðikennara við að hanna og þróa skjalamyndavélar og smásjár sem hafa ekki aðeins frábær myndgæði, heldur eru líka hugsaðar til að vera einfaldar og þægilegar í notkun, útbúnar nýjustu tækni og vönduðum linsum.
Ken-A-Vision hefur framleitt hágæða smásjár í yfir 60 ár. Fyrirtækið býður upp á breiða línu fyrir ólíkar þarfir. Á sama hátt og kennslustofan hefur tekið breytingum vinnur Ken-A-Vision stöðugt að því að betrumbæta vörur sínar eftir þörfum kennara og með aðstoð kennara bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Ken-A-Vision eru framleiddar í Bandaríkjunum.
Hugbúnaður og vörur Ken-A-Vision færa skapandi nám í alla kennslustofuna.
7890UM/7880 Vision Viewer
Ken-A-Vision býður upp á einfalda og þægilega stafræna skjalamyndavélar. Þú einfaldlega tengir einn kapal í USB tengið í tölvunni og ræsir Applied Vision ™ 4 hugbúnaðinn! Með Ken-A-Vision er auðvelt að taka myndir og kvikmyndir og senda í allar tölvur í skólastofunni eða varpa á tjald með skjávarpa. Engir takkar en þú notar tölvumúsina til að stýra. 7880 Auto Focus Vision Viewer ™ og 7890UM Digital Vision Viewer ™ skilar mynd í háskerpumyndgæðum í rauntíma. Traustur og sveigjanlegur háls. Framleitt í Bandaríkjunum.
T-17541C Digital Monocular Microscope
T-17541C hefur innbyggða stafræna myndavél sem gerir notandanum kleift að varpa myndinni á skjá, taka ljósmyndir eða myndskeið og vinna með myndefnið í tölvunni en um leið horfa í gegn á hefðbundinn hátt. Applied Vision™ 4 forritið fylgir. Gæða smásjár á viðráðanlegu verði fyrir skóla. Hönnuð til notkunar í kennslustofu.
- Raka- og móðuvarin sjóngler
- Augngler stækkar 10x
- Fjórar linsur, 4x, 10x, 40x og 100x
- Aðlögun ± 0.20x fyrir fólk með ólíka sjón
- Innbyggð 5 milljón pixla myndavél
- Birtustillir
- Stillanleg LED lýsing
- Álumgjörð
- Applied Vision™ 4 forritið virkar á Windows, Macintosh og Linux OS.
T-1050
T-1050 er eina smásjáin sem gerir kennara kleift að streyma myndir í snjallsíma og spjaldtölvur nemenda.
T-1050 sameinar smásjá, víðsjá og handsjá í eitt og sama tækið, þú grannskoðar viðfangsefnið á tölvuskjánum. Síðan má vista það og jafnvel senda beint í vefpósti. Einnig er hægt að varpa myndefninu á tjald með skjávarpa á fundum eða í kennslustund. Sérstaklega hönnuð fyrir skólabekkinn.
- Upplausn: 640x480 punktar
- Stækkun: 20x~40x, 100x
- Mynd
- Video
- Time-lapse