SkyWatcher Skyhawk-114

Prenta út

Verð kr.: 39.900,-
Hvar get ég skoðað og keypt sjónaukann?

Góður byrjendasjónauki sem er nokkuð einfaldur í uppsetningu og mjög meðfærilegur. Þessi sjónauki hentar vel fullorðnum áhugamönnum en fyrir yngsta áhugafólkið ættir þú tvímælalaust að skoða Celestron FirstScope/SkyWatcher Heritage 76 eða SkyWatcher Skyliner 150P Dobsonsjónauka.

SkyWatcher SkyHawk-114 er góður til að skoða tunglið vel og vandlega, reikistjörnur og djúpfyrirbæri. Með sjónaukanum er auðvelt að sjá tungl og skýjabelti Júpíters og hringa Satúrnusar. Með honum fylgja tvö góð augngler, Barlow linsa og góður miðari.

Ef þú vilt skoða djúpfyrirbæri eins og stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir mælum við með stærri spegilsjónaukum, sér í lagi SkyWatcher Skyliner-150P eða Skyliner-200P, sem fá okkar mestu meðmæli.

Hvað fylgir með í pakkanum?

Hvar get ég skoðað og keypt sjónaukann?

Þú getur keypt SkyWatcher Skyhawk-114 hjá þessum aðilum:

Rafland
Síðumúla 2-4, Reykjavík, S: 520-7900
Sjonaukar.is
Hafnarfjörður, bradis54[hjá]gmail.com

 

Þarf ég eitthvað fleira?

Mikilvægt er að eignast góða fylgihluti með Skyhawk-114 til að fá sem mest út úr sjónaukanum. Góðir fylgihlutir gera nefnilega góðan sjónauka enn betri og stjörnuskoðunina ánægjulegri. Við mælum með eftirfarandi