Omni XLT 120

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð kr.:

Sjónaukarnir í Omni XLT línunni frá Celestron eru kjörnir fyrir byrjendur sem og lengra komna. Sjónaukarnir eru á mjög vönduðu þýsku sjónaukastæði sem er afar stöðugt en silkimjúkt í notkun, en mikilvægt er að taka fram að þolinmæði þarf til að læra á það. Ennfremur er sáraeinfalt að setja sjónaukana saman og flytja milli staða. Þeir eru því mjög meðfærilegir.

Allir Omni sjónaukarnir eru StarBright XLT húðaðir sem tryggir mjög bjarta og hnífskarpa mynd.

Með þessum fína sjónauka sérðu bjartar og skarpar myndir af tunglinu og reikistjörnunum. Auðvelt er að sjá tungl og skýjabelti Júpíters og stórbrotið hringakerfi Satúrnusar. Ef þú vilt skoða djúpfyrirbæri eins og stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir mælum við frekar með stærri spegilsjónaukum NexStar 130 SLT eða NexStar 6SE og 8SE. Bestu kostirnir eru SkyQuest XT6 eða 8 sem fá okkur mestu meðmæli.

  • Tegund: Linsusjónauki
  • Stæði: Þýskt-pólstillt (EQ)
  • Ljósop: 120mm
  • Brennivídd: 1000mm
  • Brennihlutfall: f/8,3
  • Mesta gagnlega stækkun: 240x
  • Fugla- og útsýnisskoðun: Já
  • Stjörnuljósmyndun: Nei

Hvað fylgir með í pakkanum?

  • Allt sem þú sérð á myndinni, það er
  • Þrífótur
  • 25mm augngler (40x stækkun)
  • 6x30 leitarsjónauki
  • Tveggja ára ábyrgð

Þarf ég eitthvað fleira?

Mjög mikilvægt er að eignast góða fylgihluti með Omni 120 XLT til að fá sem mest út úr sjónaukanum. Góðir fylgihlutir gera nefnilega góðan sjónauka enn betri og stjörnuskoðunina ánægjulegri. 

Hér eru nokkrir fylgihlutir sem við mælum sérstaklega með fyrir Omni 120 XLT.