NexStar 102 SLT

Prenta út

Verð kr.:
Sjónaukarnir úr NexStar SLT línunni (NexStar Star Locating Telescope) frá Celestron eru frábærir sjónaukar alla stjörnuáhugamenn. Sjónaukarnir hvíla á hálfu gaffalsstæði sem er bæði mjög traust og stöðugt og auk þess sáraeinfalt í uppsetningu og notkun. Allir sjónaukarnir eru tölvustýrðir sem auðveldar manni mjög að finna dauf fyrirbæri á himninum og að fylgja eftir hreyfingum stjarnanna. Sjónaukinn þarfnast átta AA rafhlaðna en hægt er að kaupa aflstöð til að spara sér rafhlöðukostnað.

Með sjónaukanum fylgir lítil fjarstýring sem tengd er við sjónaukann og sér um að finna fyrirbærin með þinni hjálp. Með því að smella á einn hnapp getur þú valið um fyrirbæri á himninum, skoðað upplýsingar um fyrirbæri eða einfaldlega komist að því hvort fyrirbæri sé sýnilegt á himninum yfir Íslandi eða ekki.

SkyAlign tæknin auðveldar mjög stjörnuskoðunina. Með því að slá inn dagsetningu, tíma og staðsetningu (lengdar- og breiddargráðu þína) í fjarstýringuna, beinist sjónaukinn að þremur björtum fyrirbærum á himninum. Þú þarft ekkert endilega að þekkja nöfn þeirra – þú getur jafnvel valið tunglið eða bjartar reikistjörnur.

SkyAlign er einfaldasta aðferðin til að stilla tölvustýrðan sjónauka; hún er frábær fyrir byrjendur því hún er bæði þægileg og nákvæm, eins og reyndari notendur krefjast.

NexStar 102 SLT er fyrst og fremst hugsaður í stjörnuskoðun en er líka hægt að nota sem útsýnissjónauka, þótt aðrir séu talsvert hentugri til þess.

Með þessum fína sjónauka sérðu bjartar og skarpar myndir af tunglinu og reikistjörnunum. Auðvelt er að sjá tungl og skýjabelti Júpíters og stórbrotið hringakerfi Satúrnusar. Ef þú vilt skoða djúpfyrirbæri eins og stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir mælum við frekar með stærri spegilsjónaukum, svo sem AstroMaster 113EQ, NexStar 114 eða 130 SLT. Bestu kostirnir eru SkyQuest XT4.5, SkyQuest XT6 eða 8 sem fá okkur mestu meðmæli.

Hvað fylgir með í pakkanum?

Þarf ég eitthvað fleira?

Mjög mikilvægt er að eignast góða fylgihluti með NexStar 102 SLT til að fá sem mest út úr sjónaukanum. Góðir fylgihlutir gera nefnilega góðan sjónauka enn betri og stjörnuskoðunina ánægjulegri. 

Hér eru nokkrir fylgihlutir sem við mælum sérstaklega með fyrir NexStar 102 SLT.