Sólarsíur

Prenta út

Við bjóðum nú upp á sólarsíur í hæsta gæðaflokki frá kanadíska fyrirtækinu Kendrick Astro Instruments. Síurnar eru úr hágæðaefni frá þýska sjóntækjaframleiðandanum Baader Planetarium en þær voru að hluta til framleiddar á rannsóknarstofum í kjarna- og öreindafræði.

Síurnar hleypa aðeins 100.000 hluta af sólarljósinu í gegn og sía burt hættulega útfjólubláa og innrauða geislun. Þær gefa hnífskarpa og tæra, bláhvíta mynd af sólinni sem sýnir vel sólbletti á virkum svæðum í ljóshvolfi sólar. Sjá fróðleik um sólskoðun á Stjörnufræðivefnum.

Sólarsíur eru alltaf settar framan á sjónauka. Á síunum frá Kendrick eru nylonskrúfur sem tryggja að sían er pikkföst en engu að síður er gott ráð að festa þær líka með límbandi. Athugaðu að krumpur, fellingar og örsmá göt í húðinni draga hvorki úr gæðum né öryggi síunnar.

Til eru sólarsíur fyrir bæði myndavélalinsur og allar gerðir sjónauka, meðal annars:

(Athugaðu að ekki eru allar síur til á lager hverju sinni)
Fyrirspurnir eða áhugi á kaupum sendið póst á:
bradis54[hja]gmail.com og sjonaukar[hja]sjonaukar.is

Vinsamlegast breytið [hja] í @, þetta er gert til að fá ekki ruslpóst.