ZenithStar 66SD Doublet APO

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð á pakka kr.: 119.900.-

Frábær lithreinn linsusjónauki með hágæða japönskum ED-linsum. Sjónaukinn er mjög meðfærilegur og er hægt að nota í stjörnuskoðun, en einnig fugla- og útsýnisskoðun. Þar að auki getur sjónaukinn nýst sem ljósmyndalinsa með viðeigandi millistykkjum. Sjálfur er sjónaukinn að öllu leyti úr hertu áli.

Fókusinn er silkimjúkur 1:10 og hægt að snúa 360°, nauðsynlegt í stjörnu- og fuglaskoðun. Með sjónaukanum fylgir annað hvort prisma (í fugla- og útsýnisskoðunina) eða skáspegill (í stjörnuskoðunina) en taka þarf fram hvort þú vilt, 20mm SWAN augngler sem gefur um 20x stækkun og BTR-188 þrífótur. Er fáanlegur bæði blár og hvítur. Taska fylgir.

  • Linsur: Japanskar Ohara ED linsur
  • Ljósop: 66mm
  • Brennivídd: 388mm
  • Brennihlutfall: f/5,9
  • Stækkunarmörk: 150 til 180x
  • Lengd: 300mm
  • Þyngd: 1,6 kg

Hvað er innifalið?

  • Burðartaska
  • 1,25" skáspegill eða leiðréttingarprisma
  • 20mm SWAN augngler (20x stækkun)
  • Fimm ára ábyrgð

Þarf ég eitthvað fleira?

 

Myndir