Orion SkyQuest XX12 IntelliScope Truss Tube Dobsonsjónauki

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð kr.: Hafðu samband fyrir besta verð.

Orion SkyQuest XX12 IntelliScope er fyrir þá sem hugsa stórt - mjög stórt! Spegillinn er 12 tommur í þvermál en túban er óhefðbundin að því leyti að hún er opin. Mjög auðvelt er því að taka sjónaukann í sundur og flytja milli staða sem gerir hann ótrúlega meðfærilegan miðað við stærð.

Með sjónaukanum fylgir IntelliScope tölvustýring sem hjálpar þér við að staðsetja þúsundir fyrirbæra á himninum handvirkt. IntelliScope er sáraeinfalt í notkun en leiðbeiningar um notkun þess er að finna hér. 

Sjónaukinn í heild sinni er mjög vandaðar og engu til sparað. Til að mynda er fókusinn sem fylgir tveggja tommu Crayford fókus með 1:11 fínfókusstilli. 

Með þessum frábæra byrjandasjónauka sérðu bjartar og skarpar myndir af tunglinu og reikistjörnunum. Sáraeinfalt er að sjá tungl og skýjabelti Júpíters og stórbrotið hringakerfi og nokkur tungl Satúrnusar, Úranus og nokkur tungl hans og mjög fín smáatriði á Mars á borð við pólhettur, ský og dökk- og ljósleit svæði og jafnvel sjálft Ólympusfjall svo fátt eitt sé nefnt!

Djúpfyrirbæri eins og stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir sjást einstaklega vel með þessum sjónauka þar sem hann hefur mjög stórt ljósop. Þú getur kafað inn í þyrilarma fjarlægra vetrarbrauta, séð stakar stjörnur í daufum og þéttum kúluþyrpingum og glæsileg smáatriði í stjörnuþokum.

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn mæla sérstaklega með þessum frábæra stjörnusjónauka.

  • Tegund: Dobson spegilsjónauki
  • Ljósop: 12 tommur (305mm)
  • Brennivídd: 1500mm
  • Brennihlutfall: f/4,9
  • Birtumörk: +15,1
  • Mesta gagnlega stækkun: 450x við bestu aðstæður
  • Stjörnuljósmyndun: Nei, nema aðeins einföld tunglmyndataka

Hvað fylgir með í pakkanum?

  • Allt sem sést á myndinni
  • 35mm DeepView augngler (42x stækkun)
  • 10mm Sirius Plössl augngler (150x stækkun)
  • 9x50 leitarsjónauki
  • Tveggja ára ábyrgð

Þarf ég eitthvað fleira?