Orion SkyQuest XT4.5 Dobsonsjónauki

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð kr.: 49.900,-

Hreint út sagt frábær stjörnusjónauki fyrir byrjendur sér í lagi unga stjörnuáhugamenn. Sjónaukinn er sáraeinfaldur í notkun og ótrúlega meðfærilegur. Þetta er einfaldlega einn allra besti byrjandasjónaukinn sem völ er á, sérstaklega þegar mið er tekið af verðinu.

Með þessum fína byrjandasjónauka sérðu bjartar og skarpar myndir af tunglinu og reikistjörnunum. Auðvelt er að sjá tungl og skýjabelti Júpíters og stórbrotið hringakerfi Satúrnusar og fín smáatriði á Mars á borð við pólhettur og dökk- og ljósleit svæði

Djúpfyrirbæri eins og stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir sjást vel með þessum sjónauka þar sem hann hefur nokkuð stórt ljósop. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn mæla sérstaklega með þessum frábæra byrjandasjónauka.

  • Tegund: Dobson spegilsjónauki
  • Ljósop: 4,5 tommur (114mm)
  • Brennivídd: 910mm
  • Brennihlutfall: f/8
  • Birtumörk: +12,9
  • Mesta gagnlega stækkun: 230x
  • Stjörnuljósmyndun: Nei, nema aðeins einföld tunglmyndataka

Hvað fylgir með?

  • Allt sem sést á myndinni
  • 25mm Sirius Plössl augngler (36x stækkun)
  • 10mm Sirius Plössl augngler (91x stækkun)
  • 6x26 leitarsjónauki
  • Tveggja ára ábyrgð

Sjónaukinn fæst hjá:

Sjonaukar.is

Geisli - Vestmannaeyjum(Sími: 481-3333)
Petromyndir - Akureyri(Sími: 462-3520)
Framköllunarþjónustan - Borgarnesi(Sími: 437-1055)
K.F Skagfirðinga - Sauðarkrók(Sími: 455-4500)
Ormsson - Húsavík(Sími: 464-1515)
Húsgagnaval - Höfn(Sími: 478-2535)

Þarf ég eitthvað fleira?

 Gagnlegir fylgihlutir fyrir SkyQuest XT4.5. Hafðu samband ef þú vilt fá hjálp við valið.

Augngler

Augngler eru langmikilvægustu fylgihlutir stjörnusjónauka. Þau ráða bæði stækkun og sjónsviði hans og það hvort myndin lítur vel út eða ekki. Við mælum með 17mm Sirius Plössl augngleri fyrir SkyQuest XT4.5. Það gefur 54x stækkun. Auk þess mælum við með einu í viðbót, til dæmis 12,5mm (73x) og 2x Barlow-linsu sem tvöfaldar stækkun hvers augnglers.

Sjá nánar.

Tungl- og sólarsía

Síur geta reynst mjög gagnlegar í stjörnuskoðun. Tunglsía er mjög gagnleg til að skoða tunglið þar sem hún dregur úr birtu þess. Ljósmengunarsía og aðrar þokusíur gagnast til að skoða djúpfyrirbæri úr ljósmengun. Einnig er hægt að fá litsíur til að skoða reikistjörnurnar og sólarsíu til að skoða sólina á öruggan hátt. Við mælum fyrst og síðast með tunglsíu og sólarsíu.

Sjá nánar.

Starry Night Enthusiast hugbúnaðurinn

Starry Night hugbúnaðurinn er einn allra besti stjörnufræðihugbúnaður sem völ er á. Með honum er hægt að skipuleggja stjörnuskoðun fram í tímann og prenta út eigin stjörnukort. Hugbúnaðurinn er MJÖG gagnlegur fyrir alla stjörnuáhugamenn.

Sjá nánar.

  

Umsagnir um SkyQuest XT4.5

"Tough-as-nails design .... well-designed optical system and quality accessories. The Orion Nebula showed lots of texture .... Lots of star groupings showed up crisply in the Double Cluster .... On Jupiter, we could see the Great Red Spot .... Saturn showed four moons, the Cassini Division�and subtle zones on the globe.

"For those seeking that mythical ideal first telescope, your search may be over .... The SkyQuest [XT4.5] has set a new standard for the beginner's telescope."
- Sky & Telescope, desemberhefti 2001.

 

"This little Dob can 'dig deep.' .... The XT4.5 is an ideal beginner's scope for the youthful astronomer,...."
- Astronomy, maíhefti 2003.

 

"When it comes to raw performance, the Orion XT4.5 Dobsonian and StarBlast were the hands-down winners. Both provided brighter, more detailed views than the other scopes.

"The best of the bunch — solid combination of optics and mechanics.

"The Orion XT4.5 had the best finder [scope] — a nice 6x26 noninverting finder mounted in a superb spring-loaded bracket."
- Sky & Telescope, desemberhefti 2005.