SkyWatcher Heritage 76

Prenta út

Leiðbeinandi verð kr.: 23.900,-
Hvar get ég skoðað og keypt sjónaukann?

Vilt þú sjá það sem Galíleó sá og miklu meira?

Eitt mikilvægasta markmið Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar er að veita öllum, sérstaklega börnum, auðvelt aðgengi að stjörnuhimninum með hjálp ódýrra stjörnusjónauka. Þannig má hjálpa börnum og öðru áhugafólki að öðlast grunnskilning á alheiminum. SkyWatcher Heritage 76 var útbúinn sérstaklega í tilefni af ári stjörnufræðinnar.

SkyWatcher Heritage 76 sjónaukinn er einstaklega meðfærilegur. Þetta er 76mm spegilsjónauki á Dobsonstæði sem er sáraeinfaldur í notkun.

Með kaupum á sjónaukanum frá okkur eða söluaðilum okkar styrkir þú starfsemi Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins. Þinn stuðningur er ómetanlegur.

Með sjónaukanum fylgir:

SkyWatcher Heritage 76 sjónaukinn hefur nokkra kosti umfram t.d. 70mm linsusjónauka. Hann er meðfærilegri og einfaldari í notkun. Hann hefur víðara sjónsvið og örlítið stærra ljósop. Auk þess fylgja honum fín augngler og góður leitarsjónauki.

Stjörnufræðivefurinn og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mæla sérstaklega með þessum fína byrjendasjónauka.

Í hnotskurn:

** ATH! Sjónaukinn fæst eingöngu hjá söluaðilum okkar.

Þarf ég eitthvað fleira?

Góðir fylgihlutir gera góðan sjónauka enn betri. Það eru fyrst og síðast augngler sem þú ættir að fá þér með sjónaukanum því þau ráða stækkuninni:

 

Söluaðilar:

SkyWatcher Heritage 76 fæst aðeins hjá þessum aðilum:

Rafland
Síðumúla 2-4, Reykjavík, S: 520-7900
Sjonaukar.is
Hafnarfjörður, bradis54[hjá]gmail.com