SkyWatcher Skyliner 200P - 8" Dobsonsjónauki

Prenta út

Verð kr.: 94.900,-
Panta

Hreint út sagt frábær stjörnusjónauki fyrir byrjendur og lengra komna en sér í lagi unga stjörnuáhugamenn. Sjónaukinn er sáraeinfaldur í notkun og ótrúlega meðfærilegur þrátt fyrir að hafa 8 tommu ljósop. Þetta er einfaldlega einn allra besti byrjandasjónaukinn sem völ er á, sérstaklega þegar mið er tekið af verðinu.

Með þessum frábæra byrjandasjónauka sérðu bjartar og skarpar myndir af tunglinu og reikistjörnunum. Auðvelt er að sjá tungl og skýjabelti Júpíters og stórbrotið hringakerfi Satúrnusar og fín smáatriði á Mars á borð við pólhettur, ský og dökk- og ljósleit svæði og jafnvel sjálft Ólympusfjall!

Djúpfyrirbæri eins og stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir sjást sérstaklega vel með þessum sjónauka þar sem hann hefur nokkuð stórt ljósop.

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn mæla sérstaklega með þessum frábæra byrjandasjónauka.

Hvað fylgir með?

Hvar get ég skoðað og keypt sjónaukann?

Þú getur keypt SkyWatcher Skyliner-200P hjá þessum aðilum:

Rafland
Síðumúla 2-4, Reykjavík, S: 520-7900
Sjonaukar.is
Hafnarfjörður, bradis54[hjá]gmail.com

 

Þarf ég eitthvað fleira?

Við mælum alltaf með því að fólk eignist góða fylgihluti fyrir sjónaukann sinn. Hér eru nokkrir sem við mælum með:

Augngler og aðrir fylgihlutir

Umsögn

The Skyliner 200’s flat-packed base is very easy to build and set up, and comes with excellent instructions….The optics were sharp across 80% of the 1 degree field of view….We were very pleased with the appearance of al the test objects – we even managed to find the Crab Nebula, M81 and M82 in near-full Moonlight, whereas the other scopes were struggling. Under darker skies the Double Cluster had that ‘Wow’ factor when it was centred using the 25mm eyepiece, as did M35. The Pleiades (M45) was just a bit too large to fit in the field of view, but the main central stars looked stunning….Turning to Saturn, the view really took our breath away: we saw five moons, a clear-cut Cassini Division and a colour difference between the A and B rings. Not only that, but Saturn also displayed a prominent belt – with this scope planetary detail is certainly not compromised….Fans of deep-sky observing would certainly find the Skyliner satisfying….The Skyliner was a joy to use."
BBC SKY AT NIGHT MAGAZINE