SkyWatcher Skyliner 150P - 6" Dobsonsjónauki

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð kr.: 89.900 .-
Panta

Hreint út sagt frábær stjörnusjónauki fyrir byrjendur, sér í lagi unga stjörnuáhugamenn. Sjónaukinn er sáraeinfaldur í notkun og ótrúlega meðfærilegur þrátt fyrir að hafa 6 tommu ljósop. Þetta er einfaldlega einn allra besti byrjandasjónaukinn sem völ er á, sérstaklega þegar mið er tekið af verðinu.

Með þessum frábæra byrjandasjónauka sérðu bjartar og skarpar myndir af tunglinu og reikistjörnunum. Auðvelt er að sjá tungl og skýjabelti Júpíters og stórbrotið hringakerfi Satúrnusar og fín smáatriði á Mars á borð við pólhettur, ský og dökk- og ljósleit svæði

Djúpfyrirbæri eins og stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir sjást mjög vel með þessum sjónauka þar sem hann hefur nokkuð stórt ljósop.

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn mæla sérstaklega með þessum frábæra byrjandasjónauka.

  • Tegund: Dobson spegilsjónauki (einfaldur, meðfærilegur og stöðugur)
  • Ljósop: 6 tommur (153mm)
  • Brennivídd: 1200mm
  • Brennihlutfall: f/8
  • Birtumörk: +13,5
  • Mesta gagnlega stækkun: 300x
  • Safnar 73% meira ljósi en 114mm sjónauki
  • Stjörnuljósmyndun: Nei, nema aðeins einföld tunglmyndataka

Hvað fylgir með?

  • Allt sem sést á myndinni
  • 10mm og 25mm Super Plössl (gefa 48x og 120x stækkun)
  • 6x30 leitarsjónauki
  • Þriggja ára ábyrgð

Hvar get ég skoðað og keypt sjónaukann?

Þú getur keypt SkyWatcher Skyliner-150P hjá þessum aðilum:

Rafland
Síðumúla 2-4, Reykjavík, S: 520-7900
Sjonaukar.is
Hafnarfjörður, bradis54[hjá]gmail.com
  • Geisli - Vestmannaeyjum(Sími: 481-3333)
  • Ljósgjafinn - Akureyri
  • Framköllunarþjónustan - Borgarnesi(Sími: 437-1055)
  • K.F Skagfirðinga - Sauðarkrók(Sími: 455-4500)
  • Húsgagnaval - Höfn(Sími: 478-2535)

 

Þarf ég eitthvað fleira?

Við mælum alltaf með því að fólk eignist góða fylgihluti fyrir sjónaukann sinn. Hér eru nokkrir sem við mælum með:

Augngler og aðrir fylgihlutir

  • 32mm augngler (38x stækkun)
  • 15mm augngler (80x stækkun)
  • 12,5mm augngler (96x stækkun)
  • 7,5mm augngler (160x stækkun)
  • 6mm augngler (200x stækkun)
  • Tunglsía