Stjörnusjónaukar

Prenta út

Það er stórt skref fyrir alla stjörnuáhugamenn að kaupa stjörnusjónauka og nauðsynlegt að vanda valið. Sjónaukar koma í öllum stærðum og gerðum og því þarf hver og einn að finna út hvaða tegund hentar honum eða henni best út frá verði, stærð og hvaða fyrirbæri á helst að skoða með sjónaukanum. Fjölmörg hugtök eru notuð um sjónauka sem vefjast án efa fyrir áhugamönnum en með þessari grein viljum við auðvelda þér valið. Gott er að byrja á að lesa sér til í greininni Hvernig á að velja stjörnusjónauka? á Stjörnufræðivefnum.

Mestu meðmæli

Fyrir byrjandann

SkyWatcher Skyliner-150P Dobson

Verð kr.: 89.900,-

Skoða betur | Senda fyrirspurn

Bestu kaupin

Fyrir byrjandann

SkyWatcher 114mm spegilsjónauki

Verð kr.: 39.900,-

Skoða | Senda fyrirspurn

Fyrir forfallna

Celestron NexStar 114 SLT

Verð kr.: 69.900,-

Skoða | Senda fyrirspurn

SkyWatcher Heritage 76

Verð kr.: 23.900,-

Skoða

 

Merkin okkar

Við bjóðum upp á hágæða stjörnusjónauka frá William Optics, Orion og Celestron, í öllum verðflokkum.

William Optics Celestron SkyWatcher


Hollráð fyrir val á stjörnusjónauka

Við viljum að þú eignist sjónauka sem er hentar þér og þínum þörfum sem best. Þess vegna er gott að hafa eftirfarandi hollráð í huga:

1. Ljósopið skiptir mestu máli í stjörnuskoðun - Ef þú ætlar aðeins að nota sjónaukann í stjörnuskoðun skiptir mestu máli að ljósopið sé sem stærst. Fjárfestu í eins stórum stjörnusjónauka og þú ræður við.

2. Sjónaukinn þarf að vera einfaldur í notkun - Það er lítið vit í að eignast sjónauka sem er svo flókinn í notkun að maður nennir ekki að nota hann. Þess vegna mælum við með því að þú eignist sjónauka sem er bæði meðfærilegur og einfaldur í notkun.

3. Fylgihlutir skipta miklu máli - Þótt flestum sjónaukum fylgi allt sem þarf til þess að hefja stjörnuskoðun er mikilvægt að eignast góða fylgihluti. Góðir fylgihlutir gera nefnilega góðan stjörnusjónauka enn betri. Fjárfestu í það minnsta í einu augngleri til viðbótar við þau sem fylgdu sjónaukanum.

4. Ekki velta stjörnuljósmyndun fyrir þér... strax - Marga dreymir um að taka stjörnuljósmyndir með nýja sjónaukanum sínum sem er auðvitað bara eðlilegt. Við mælum aftur á móti með að þú lærir fyrst á stjörnuhiminninn með sjónaukanum þínum áður en þú ræðst í stjörnuljósmyndun og notir hann til þess að sýna þér öll þau stórkostlegu fyrirbæri sem himinninn hefur upp á að bjóða. Það sakar þó auðvitað aldrei að reyna.

5. Skráðu þig á námskeið Stjörnuskoðunarfélagsins og Stjörnufræðivefsins - Gagnlegasta aðferðin til að læra á stjörnusjónaukann þinn er að skrá sig á námskeið sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir á haustinn og eftir jól ár hvert. Á námskeiðinu er farið í öll helstu atriði í sambandi við stjörnusjónauka og stjörnuskoðun og gefst fólki kostur á að læra á eigin búnað. Námskeiðin eru vægast sagt mjög gagnleg og þar gefst þér kostur á að komast í samband við reynda stjörnuáhugamenn sem geta leiðbeint þér eins og kostur er.