Stjornufraedi.is
Newcon Optik
Newcon Optik er kanadískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á nætursjónaukum. Fyrirtækið framleiðir hágæða nætursjónauka fyrir áhuga- og atvinnumenn. Newton Optik er heimsþekkt vörumerki og eru notendur allt frá hermönnum upp í lögreglumenn, björgunarsveitir, eftirlitsmenn, sjómenn, veiðimenn og útivistarfólk. Sjónaukarnir eru enda áreiðanlegir og harðgerir.Það er okkur ánægju að geta boðið þessa vöru hér á Íslandi.
   PYGMY  2M
   
   Pygmy nætursjónaukinn er tilvalinn fyrir göngufólk,  veiðimenn og fuglaáhugafólk. Hann er léttur, handhægur og áreiðanlegur. Sjónaukinn  fókusar í minnst eins metra fjarlægð en innrauða lýsingin gefur bjarta mynd.  Hann hefur stórt og bjart 42mm ljósop, 2,2x stækkun, vegur aðeins 470 grömm og  notar 2 x AA rafhlöður.
Verð 44.900.
PHANTOM  20

Phantom 20 nætursjónaukinn hentar fyrir öll  veðurskilyrði enda fullkomlega vatnsheldur. Hægt er að festa sjónaukann  á þrífót en einnig er hægt að tengja við hann myndavél eða upptökuvél. Fókusar  í minnst eins metra fjarlægð. Björt og góð mynd. Hefur bjart 50mm ljósop, 2,3x  stækkun, vegur aðeins 390 grömm og notar 3V liþíum (CR2) rafhlöðu.
Verð 49.900.
BDN 14X50
  
 BDN 14X50 er fyrsti handsjónaukinn sem  hægt er að nota að degi til og á næturnar. Í birtu er stækkunin 14x en 5x á  næturnar. Hann hefur 50mm ljósop, vegur 1,5 kg, er fyrirferðalítill, veðuvarinn  og höggþéttur. Notar 2x AA rafhlöður. BDN nætursjónaukinn er einn sá albesti  sem völ er á.
Verð  249.900.
PHANTOM 150
 Nætursjónauki sem hannaður er samkvæmt kröfum hers,  lögreglu, sjómanna og leitarflokka. Hefur 50mm ljósop og 2,3x stækkun. Vegur  aðeins 535 grömm en er höggþéttur og vatnsheldur. Hægt að festa á þrífót og  tengja við myndavél eða upptökuvélar. Notar þriggja volta CR-2 liþíum  rafhlöður.
Verð 349.900. 

 
	

