Starry Night hugbúnaðurinn
Starry Night hugbúnaðurinn þekkja fjölmargir stjörnuáhugamenn enda er um að ræða einn myndrænasta stjörnufræðihugbúnað sem völ er á. Þar fyrir utan er Starry Night hugbúnaðurinn sérstaklega gagnlegur til kennslu í stjörnufræði og framúrskarandi góður til þess að fræða fólk um stjörnuhiminninn, þ.e. stjörnumerkin, færslu himinsins og djúpfyrirbæri svo fátt eitt sé nefnt. Hugbúnaðurinn er einstaklega gagnlegur fyrir alla stjörnuáhugamenn. Hér eru í boði þrjár útgáfur af þessum frábæra stjörnufræðihugbúnaði.
Starry Night Enthusiast
Verð kr.: 17.990.- |
Með þessu frábæra stjörnufræðiforrit getur þú skoðað öll fegurustu fyrirbæri næturhiminsins í tölvunni þinni. Starry Night Enthusiast er auk þess frábær leið til þess að læra á stjörnuhiminninn því með hugbúnaðinum getur þú meðal annars:
- Skoðað stjörnuhiminninn fram og aftur í tímann.
- Prentað út eigin stjörnukort.
- Skipulagt stjörnuskoðun fram í tímann.
- Fræðst um helstu djúpfyrirbæri himinsins.
- Séð hvernig stjörnuhiminninn leit út daginn sem þú fæddist.
- Fylgst með ferðalögum geimkönnunarfara á borð við Voyagerflaugarnar, Galíleógeimfarið og Cassini-Huygens.
- Kannað hvað þú sæir í gegnum handsjónauka.
Sé hugbúnaðurinn keyptur frá Sjónaukar.is og söluaðilum fylgir:
- Hugbúnaðurinn að sjálfsögðu
- 192 síðna bók um stjörnuskoðun
- Fræðslumynd á DVD um himingeiminn
Mikilvægt er að taka fram að:
- Hugbúnaðurinn er bæði fyrir PC og Makka
- Er hægt að uppfæra í gegnum netið, t.d. þegar ný halastjarna prýðir næturhiminninn.
Starry Night Enthusiast er kjörin gjöf fyrir alla stjörnuáhugmenn!
Starry Night Pro
Verð kr.: Hafðu samband. |
Starry Night Pro hugbúnaðurinn inniheldur umtalsvert stærri gagnagrunn en Starry Night Enthusiast, enda hugsaður fyrir kröfuharða stjörnuáhugamenn sem hafa hug á stjörnuljósmyndun. Þannig er möguleiki á að stjórna tölvustýrðum stjörnusjónauka með hugbúnaðinum, skipuleggja myndatöku og ýmislegt annað, meðal annars:
- Skipuleggja stjörnuskoðun og stjörnuljósmyndun fram í tímann.
- Prenta út eigin stjörnukort með ítarlegum upplýsingum um djúpfyrirbæri.
- Finna staðsetningu og upplýsingar um þúsundir stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir.
- Valið sjónaukann þinn úr gagnagrunni sem inniheldur yfir 300 stjörnusjónauka frá Celestron, Orion og Meade.
- Sett inn upplýsingar um eigin útbúnað og þannig fundið út hvað þú sæir með eigin sjónaukum og augnglerjum.
- Stuðningur fyrir Orion SkyQuest IntelliScope sjónaukana.
- Allt sem Starry Night Enthusiast gerir og meira til!
Mikilvægt er að taka fram að:
- Hugbúnaðurinn er bæði fyrir PC og Makka
- Er hægt að uppfæra í gegnum netið, t.d. þegar ný halastjarna prýðir næturhiminninn.
Starry Night Pro er sérstaklega gagnlegur hugbúnaður og ætti að vera skyldueign allra stjörnuáhugamanna.
Athugaðu að Starry Night Pro er einungis hægt að kaupa hjá Sjónaukar.is.
Starry Night Pro Plus
Verð kr.: Hafðu samband. |
Starry Night Pro Plus hugbúnaðurinn inniheldur umtalsvert stærri gagnagrunn en Starry Night Enthusiast, enda hugsaður fyrir kröfuharða stjörnuáhugamenn sem hafa hug á stjörnuljósmyndun. Þannig er möguleiki á að stjórna tölvustýrðum stjörnusjónauka með hugbúnaðinum, skipuleggja myndatöku og ýmislegt annað, meðal annars:
- Skipuleggja stjörnuskoðun og stjörnuljósmyndun fram í tímann.
- Prenta út eigin stjörnukort með ítarlegum upplýsingum um djúpfyrirbæri.
- Finna staðsetningu og upplýsingar um þúsundir stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir.
- Valið sjónaukann þinn úr gagnagrunni sem inniheldur yfir 300 stjörnusjónauka frá Celestron, Orion og Meade.
- Sett inn upplýsingar um eigin útbúnað og þannig fundið út hvað þú sæir með eigin sjónaukum og augnglerjum.
- Stuðningur fyrir Orion SkyQuest IntelliScope sjónaukana.
- Allt sem Starry Night Enthusiast gerir og meira til!
Mikilvægt er að taka fram að:
- Hugbúnaðurinn er bæði fyrir PC og Makka
- Er hægt að uppfæra í gegnum netið, t.d. þegar ný halastjarna prýðir næturhiminninn.
Starry Night Pro Plus er sérstaklega gagnlegur hugbúnaður og ætti að vera skyldueign allra stjörnuáhugamanna.
Athugaðu að Starry Night Pro Plus er einungis hægt að kaupa hjá Sjónaukar.is.