Ferrari ZenithStar Anniversary

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð kr.: Hafðu samband

Ferrari ZenithStar Anniversary er hreint út sagt stórglæsilegur lithreinn (APO) linsusjónauki úr smiðju William Optics. Sjónaukinn er hugsaður í allt, hvort sem er fuglaskoðun, útsýnisskoðun eða stjörnuskoðun eða einfaldlega glæsilegt stofustáss!

Sjónaukinn er að öllu leyti úr koltrefjaefni og áli þar sem öll smáatriði eru úthugsuð. Ferrari ZenithStar Anniversary er einfaldlega sjónauki sem er bæði gaman að horfa á og í gegnum.

Sjónaukinn er sáraeinfaldur í notkun. Það eina sem þarf er hefðbundinn ljósmyndaþrífótur. Með sjónaukanum fylgir eitt allra vandaðasta súmaugngler sem völ er á sem gefur 20x til 60x stækkun og er kjörin stækkun í flest sem hægt er að hugsa sér. Hægt er að skipta um augngler í sjónaukanum og fá þannig enn meiri stækkun sem er gott ef nota á sjónaukann í stjörnuskoðun. Ennfremur er hægt að fjarlægja prismað af og festa í staðinn fjölmarga aðra fylgihluti eins og til dæmis myndavélatengi fyrir stafrænar SLR myndavélar (DSLR). Þannig getur þú breytt sjónaukanum í framúrskarandi góða 430mm (f/6,2) ljósmyndalinsu. Sjálfur fókusinn er list út af fyrir sig.

Með sjónaukanum fylgir glæsilegur bakpoki sem hægt er að taka með sér í flugvél heimsálfa á milli. Þannig getur þú ferðast með gripinn um allan heim án þess að hann verði fyrir hnjaski.

Ferrari ZenithStar Anniversary er safngripur, enda aðeins 500 eintök framleidd af honum.

  • Ljósop: 70mm
  • Brennivídd: 430mm
  • Brennihlutfall: f/6,2
  • Lengd: 300mm
  • Þyngd: 2 kg

Hvað fylgir með í pakkanum?

  • 20x til 60x hágæða súmaugngler (40 til 60 gráðu sjónsvið)
  • Prisma
  • Burðartaska (bakpoki)
  • BTR-188 þrífótur
  • Fimm ára ábyrgð

Þarf ég eitthvað fleira?

  

William Optics UWAN augngler

Hágæða augngler með 82° sýndarsjónsviði og hnífskarpri mynd.

Sjá nánar.

  

Myndir

Sjónaukinn fæst hjá:
Sjonaukar.is
Geisli - Vestmannaeyjum(Sími: 481-3333)
Petromyndir - Akureyri(Sími: 462-3520)
Framköllunarþjónustan - Borgarnesi(Sími: 437-1055)
K.F Skagfirðinga - Sauðarkrók(Sími: 455-4500)
Þristur - Ísafirði(Sími: 456-4751)