Galíleósjónaukinn

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð kr.: 5.990,-
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. (þú pantar með því að senda okkur skeyti á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. )

Galíleósjónaukinn er ódýr en vandaður linsusjónauki með 50mm ljósopi (tvær tommur) og 25x og 50x stækkun (með Barlow linsu). Með Galíleósjónaukanum er leikur einn að skoða gígótt landslag tunglsins, fjögur tungl á hringsóli umhverfis Júpíter, kvartilaskipti Venusar, hringa Satúrnusar, jafnvel stjörnuþokur, þyrpingar og vetrarbrautir í órafjarlægð.

Galíleósjónaukinn er ekki leikfangasjónauki, heldur alvöru stjörnusjónauki sem stjarnvísindamenn, stjörnuáhugamenn og raunvísindakennarar útbjuggu í sameiningu í tilefni af Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar 2009.

ATH! Sjónaukinn kemur ósamsettur. Enskur leiðarvísir fylgir en íslenskan leiðarvísir má nálgast hér. Sjónaukanum fylgir ekki þrífótur en hægt er að kaupa hann með (þá kostar sjónauki + þrífótur = 9.990 kr.).

Fæst eingöngu í vefverslun Sjónaukar.is.

Nánari upplýsingar

  • Ljósop: 50 mm (2 tommur)
  • Brennivídd: 500 mm (f/10)
  • Augngler: 20 mm
  • Stækkun: 25x (50x með Barlow linsu)
  • Sjónsvið: 1½° (¾° með Barlow linsu)
  • Augnfró augnglers: 16 mm (22 mm með Barlow linsu)

Haustið 2010 verður grunn- og framhaldsskólum á Íslandi færður Galíleósjónauki að gjöf auk fræðslumyndarinnar Horft til himins. Markmiðið með gjöfinni er að efla áhuga skólabarna á raunvísindum. Er þetta stærsta vísindamiðlunarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Fjármögnun þess hefur verið tryggð með ómetanlegum stuðningi nokkurra góðra aðila.

Hvað sést með Galíleósjónaukanum?

Best er að skoða þau fyrirbæri sem Galíleó sjálfur skoðaði fyrir 400 árum. Galíleósjónaukinn er hugsaður til að sýna þér:

  • Fjöll og gíga á tunglinu
  • Fjögur tungl á hringsóli um Júpíter
  • Hringa Satúrnusar - með 50x stækkun Galíleósjónaukans sérð þú hringa Satúrnusar í öllu sínu veldi.
  • Kvartilaskipti Venusar - Venus vex og dvínar, eins og tunglið, sem sýndi Galíleó að Venus snýst umhverfis sólina en ekki jörðina.
  • Stjörnuþyrpingar eins og Sjöstirnið í Nautinu
  • Stjörnuþokur eins og Sverðþokuna miklu í Óríon
  • Andrómeduvetrarbrautina M31